Danmerkurmet í bensínverði

mbl.is/Ómar

Lista­verð á bens­íni fór í morg­un upp í 11,28 dansk­ar krón­ur fyr­ir lítr­ann, eða um 185 ís­lensk­ar krón­ur. Fram kem­ur á frétta­vef Bør­sen, að um sé að ræða Dan­merk­ur­met sem vænt­an­lega verði slegið á næst­unni ef verð á hrá­ol­íu held­ur áfram að hækka.

Bens­ín­verðið var hækkað um 5 danska aura í morg­un og fór þar með upp fyr­ir gamla metið, sem sett var árið 2005 í kjöl­far þess að felli­byl­ur­inn Katarína fór yfir olíu­vinnslu­svæði á Mexí­kóflóa.

Hér á landi kost­ar bens­ín með þjón­ustu 163,90 krón­ur lítr­inn eft­ir síðustu verðhækk­un um helg­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert