Danmerkurmet í bensínverði

mbl.is/Ómar

Listaverð á bensíni fór í morgun upp í 11,28 danskar krónur fyrir lítrann, eða um 185 íslenskar krónur. Fram kemur á fréttavef Børsen, að um sé að ræða Danmerkurmet sem væntanlega verði slegið á næstunni ef verð á hráolíu heldur áfram að hækka.

Bensínverðið var hækkað um 5 danska aura í morgun og fór þar með upp fyrir gamla metið, sem sett var árið 2005 í kjölfar þess að fellibylurinn Katarína fór yfir olíuvinnslusvæði á Mexíkóflóa.

Hér á landi kostar bensín með þjónustu 163,90 krónur lítrinn eftir síðustu verðhækkun um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert