Skip með drykkjarvatn til Barcelona

Í Parc de Ciutadella í Barcelona.
Í Parc de Ciutadella í Barcelona. mbl.is/Ómar

Skip með drykkjavatnsfarm kom til hafnar í Barcelona á Spáni í morgun, og er það liður í neyðaráætlun vegna þurrka. Ekki hefur áður verið gripið til slíkra neyðarráðstafana.

Skipið kom með vatnið frá Tarragona, sem er skammt frá Barcelona. Annað skip er væntanlegt frá Marseille í Frakklandi á fimmtudaginn.

Yfirvöld í Katalóníu segja að tíu skipsfarmar vatns muni verða fluttir til borgarinnar á tveggja mánaða fresti, frá Marseille og Tarragona, og einnig frá Almeria, á Suður-Spáni.

Vorið á Spáni er nú það þurrasta frá því mælingar hófust fyrir 60 árum. Hefur Barcelona orðið einna verst úti, og þar er aðeins um fimmtungur í vatnsbólum, en í landinu öllu eru vatnsból að meðaltali hálffull. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert