Eftirskjálftar í Kína

Sjúkrahús í Chengdu voru rýmd eftir að stóri skjálftinn reið …
Sjúkrahús í Chengdu voru rýmd eftir að stóri skjálftinn reið yfir í gær. AP

Harður eftirskjálfti varð í Sichuan héraði í Kína í morgun þar sem afar öflugur skjálfti reið yfir í gær. Skjálftinn í morgun mældist 6,1 stig á Richter og greip skelfing um sig meðal íbúa í Chengdu, höfuðborg héraðsins. 

Fólk hljóp út úr skrifstofubyggingum í borginni þegar skjálftinn reið yfir í morgun og voru margir afar óttaslegnir. Talið er að tugir þúsunda manna í héraðinu hafi látið lífið þegar skjálfti, sem mældist 7,9 stig á Richter, reið þar yfir í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka