Svíar skera upp herör gegn barnaklámi

Lögregla í Svíþjóð hefur fært þrjá tugi manna til yfirheyrslu eftir að átak hófst gegn barnaklámi þar í landi. Lögreglan segir að flestir þeirra, sem voru yfirheyrðir, séu grunaðir um að hafa barnaklám í fórum sínum en sumir eru grunaðir um kynferðislegar árásir á börn.

AP fréttastofan hefur eftir talsmanni lögreglunnar, að flestir hinna grunuðu séu Svíar, sem hafi rætt um kynferðisleg samskipti við börn á spjallrásum á netinu. Ekki sé vitað hvort þeir hafi alþjóðleg sambönd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert