Fritzl flutti sautján vörubílsfarma

Sérfræðingar við hús Josef Fritzl í Amstetten í austurríki í …
Sérfræðingar við hús Josef Fritzl í Amstetten í austurríki í gær. AP

Greint hefur verið frá því að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hafi flutt 197 tonn af jarðvegi af landareign sinni er hann byggði jarðhýsið þar sem hann hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þrátt fyrir umfang þessara flutninga mun enginn hafa gert yfirvöldum viðvart um að eitthvað grunsamlegt væri á seyði. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail.

Sautján vörubíla þarf til að flytja það magn jarðefna sem um er að ræða en auk þess sem jarðvegurinn var fluttur í burt voru byggingarvörur, heimilistæki  og húsbúnaður flutt þangað inn.

Sérfræðingar munu á næstu dögum hefja rannsókn á  rafmagni, gas og pípulögnum í jarðhýsinu auk öryggishurða sem Fritzl kom þar fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert