Grænland leitar bandarískra fjárfesta

Grænlendingar hafa nú hafið sókn í Bandaríkjunum eftir fjárfestum til að styrkja stoðir grænlensks samfélags. Grænlendingar munu kjósa um aukna sjálfstjórn í nóvember næstkomandi og vinna nú að því að gera efnahagskerfi sitt óháðara Danmörku. Sérstök sendinefnd heimastjórnarinnar átti í síðustu viku fundi með bandarískum fjárfestum og fulltrúum banka til að fá þá til að fjárfesta á eyjunni.

Á vef Business.dk segir að helsta verkefnið sem kynnt var fyrir fjárfestum sé Igloo Mountain Resport sé að stórauka ferðamennsku á Grænlandi, en lagning vega og bygging flugvalla, hafna og vatnsaflsvirkjana hafi einnig verið til umræðu.

Jørgen Wæver Johansen, framkvæmdastjóri Greenland Venture, félags heimastjórnarinnar, sem á að lokka erlenda fjárfesta til landsins, telur Grænland hafa upp á mörg arðbær verkefni að bjóða. „Því miður er ástandið þannig núna að við erum með eina höfn og þó er stærri höfn ekki efst á dagskrá þegar fjárlög eru unnin. Þess vegna viljum við sjá hvort til séu erlendir fjárfestar sem vilja vera með.“

Alcoa á leiðinni

Sem stendur er álrisinn Alcoa eina bandaríska félagið sem er á leiðinni til Grænlands. Á síðasta ári var gert samkomulag milli Alcoa og heimastjórnarinnar um að gerð yrði könnun á hagkvæmni þess að reisa álver á Grænlandi þar sem hægt verði að framleiða allt að 340 þúsund tonn á ári. Verði álverið á Grænlandi að veruleika mun það skapa um 700 til 800 bein störf, auk þess sem byggð verður höfn og fleiri vatnsaflsvirkjanir. atlii@24stundir.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert