Líbönsk stjórnvöld afturkalla aðgerðir gegn Hisbollah

Hörð átök brutust út í Líbanon í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar …
Hörð átök brutust út í Líbanon í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Hisbollah samtökunum. JAMAL SAIDI

Líbanska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að aðgerðir gegn Hisbollah samtökunum, sem leiddu til blóðugra átaka í landinu, verði afturkallaðar. 

„Til þess að auðvelda samningaviðræður við fulltrúanefnd Bandalags Araba og til þess að varðveita einingu þjóðarinnar og öryggi borgara, hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka til greina ákvörðun hersins gagnvart Hisbollah samtökunum," sagði Ghazi Aridi, upplýsingaráðherra eftir fund ríkisstjórnar.

Í síðustu viku ákvað líbanski herinn að afturkalla aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn samtökunum.  Þær aðgerðir fólust í því að yfirmaður öryggismála á flugvellinum í Beirút var rekinn og skipun gefin um að fjarskiptaneti Hisbollah yrði lokað.  Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu.  Átök brutust út í kjölfarið í Beirút, höfuðborg Líbanon, í Trípolí og á fleiri stöðum og létu að minnsta kosti 65 lífið og 200 særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert