Nauðgari myrtur í Oxfordstræti

Frá Oxfordstræti í Lundúnum.
Frá Oxfordstræti í Lundúnum. mbl.is/GSH

Lögregla í Lundúnum hefur greint frá því að maður sem stunginn var til bana á Oxfordstræti hafi skömmu áður verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu n hann var ásamt fleirum talinn hafa nauðgað sextán ára stúlku og síðan hellt yfir hana sýru til að afmá erfðaefnisleifar af líkama hennar. Ekki er þó talið að morðið í Oxfordstræti tengist því máli. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail.

Steven Bigby, sem var 22 ára, var meðlimur í glæpagenginu „Tugs From Around". Hann var ákærður fyrir aðild að hópnauðguninni í janúar, sex mánuðum eftir að hann var látinn laus gegn  tryggingu vegna ótengdrar hnífstunguárásar árið 2006.

Hann var stunginn til bana í viðurvist nokkur hundruð vegfarenda á Oxford stræti á mánudag eftir að hann skvetti úr vatnsglasi yfir fjóra menn við McDonald's veitingastað. Lögregla, segir hann sennilega vera fyrsta manninn sem myrtur er á Oxford stræti, og leitar nú  mannanna fjögurra, sem komust undan. Þeir sáust ganga upp og niður götuna áður en Bigby var stunginn og þóttu ógnandi. Tveir menn sem voru með Bigby eru hins vegar í haldi lögreglu. 

Einnig hefur verið greint frá því að sautján ára piltur sem býr við hliðina á móður Bigby hafi verið stunginn nokkrum klukkutímum eftir að hann var drepinn. óljóst er hvort tengsl eru á milli málanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert