Um 2000 hermenn hafa verið sendir til þess að gera við stíflu fyrir ofan borgina Dujiangyan, sem varð einna verst úti í jarðskjálftanum í Kína á mánudaginn.
Á fréttavef CNN kemur fram að stórar sprungur mynduðust í stíflunni eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Sichuan hérað á mánudaginn og segja yfirvöld að mikil hætta stafi nú af stíflunni. Vatnsorkuverið og nálægar byggingar hafa hrunið og sumar hafa sokkið að hluta til. Vatnsveituráðuneytið segir að áveitukerfið og borgin gætu sokkið ef til stíflan brestur. Um 630.000 manns búa í borginni.
Stíflan er nærri upptökum jarðskjálftans, sem mældist 7,9 á Richter, og er einn öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir í Kína í 30 ár.