Samak Sundaravej, forsætisráðherra Taílands, segir að stjórnvöld í Búrma hafi fullyrt í dag, að engar farsóttir hafi brotist út á svæðunum þar sem fellibylur gekk yfir fyrir rúmri viku og þar sé engin hungursneyð. Því þurfi Búrma ekki hjálp erlendra sérfræðinga.
Samak kom í morgun frá Búrma þar sem hann ræddi við Thein Sein, leiðtoga herforingjastjórnarinnar og kynnti sér hjálparstarf. Samak sagði að stjórnvöld í Búrma segðust ráða fullkomlega við ástandið.