Shimon Peres, forseti Ísrael, segir öfgasinnaða íslamista, reyna að tortíma Líbanon og Gasa og segir Peres að þeim muni ekki takast að eyðileggja Ísrael.
Peres lét þessi orð falla í dag eftir að eldflaug var skotið frá Gasa á verslanamiðstöð í suðurhluta Ísrael. Peres var að ávarpa ráðstefnu sem haldin er í tilefni 60 ára afmælis Ísraels, George W. Bush var, Bandaríkjaforseti, var viðstaddur ráðstefnuna. Fjórtán manns særðust í eldflaugaárásinni.
„Þeir eru að reyna að tortíma Líbanon og Gasa, ég veit ekki hvað mun gerast í þeim löndum, en það mun ekki virka í Ísrael. Þeim mun ekki takast að eyðileggja Ísrael,"sagði Peres.