„Þeir munu ekki eyðileggja Ísrael"

Shimon Peres, forseti Ísrael.
Shimon Peres, forseti Ísrael. Reuters

Shimon Peres, forseti Ísrael, segir öfgasinnaða íslamista, reyna að tortíma Líbanon og Gasa og segir Peres að þeim muni ekki takast að eyðileggja Ísrael.

Peres lét þessi orð falla í dag eftir að eldflaug var skotið frá Gasa á verslanamiðstöð í suðurhluta Ísrael.  Peres var að ávarpa ráðstefnu sem haldin er í tilefni 60 ára afmælis Ísraels, George W. Bush var, Bandaríkjaforseti, var viðstaddur ráðstefnuna.  Fjórtán manns særðust í eldflaugaárásinni. 

„Þeir eru að reyna að tortíma Líbanon og Gasa, ég veit ekki hvað mun gerast í þeim löndum, en það mun ekki virka í Ísrael.  Þeim mun ekki takast að eyðileggja Ísrael,"sagði Peres.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert