Vaxandi hörmungar í Kína

00:00
00:00

Meira en 26.000 manns liggja grafn­ir und­ir hús­a­rúst­um í Sichuan héraði í Kína, að sögn yf­ir­valda.  Björg­un­ar­sveit­ir segja að heilu þorp­in nærri upp­tök­um skjálft­ans hafi þurrk­ast út, og er talið að tala lát­inna eigi eft­ir að hækka gríðarlega.  Staðfest hef­ur verið að 15.000 manns hafa látið lífið, eft­ir jarðskjálft­ann sem reið yfir Kína á mánu­dag­inn og mæld­ist 7,8 á Richter. 

Flug­vél­ar og þyrl­ur létu hjálp­ar­gögn falla niður til nauðstaddra á svæði sem erfitt er að kom­ast að, í Mianyang, Mianzhu og Pengzhou og 100 her­menn voru send­ir í fall­hlíf­um inn á ein­angruð svæði.  Stjórn­völd í Kína hafa sent 50.000 her­menn til þess að vinna að björg­un­araðgerðum um allt héraðið.

Er­lend­ar frétta­stof­ur sögðu í dag frá sprung­um í stíflu fyr­ir ofan borg­ina Dujiangy­an, og í fyrstu var talið að hætta stafaði af stífl­unni.  Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP frétt­stof­unn­ar neituðu op­in­ber­ir emb­ætt­is­menn því í rík­is­fjöl­miðlum í dag að hætta stafaði af stífl­unni og sögðu að rann­sókn hafi leitt í ljós að mann­virkið væri stöðugt og ör­uggt.    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert