Í endurskoðuðum fjárlögum norska ríkisins er gert ráð fyrir að bensíngjald verði hækkað frá og með 1. júlí, og mun því verð á eldsneyti hækka þar í landi þar sem ríkið tekur meira til sín af verði hvers lítra.
Frá þessu greinir Aftenposten. Hækkunin er í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna um aðgerðir í umhverfismálum.
Afgjald á bensínlítrann hækkar um fimm aura norska, og á dísellítrann um tíu aura. Gjald á hvern bensínlítra verður því á bilinu 4,33-4,37 norskar krónur, og kostar þá 95 oktana bensín 13,13 norskar krónur lítrinn, eða sem svarar rúmum 206 íslenskum krónum.