Foreldrar bíða í örvæntingu

Reuters.

Foreldrar í suðvesturhluta Kína, þar sem jarðskjálftinn reið yfir sl. mánudag, bíða örvæntingarfullir hjá skólabyggingum í von um að börn þeirra finnist á lífi í rústunum.

Á fáeinum stöðum í Sichuan héraðinu hefur tekist að ná börnum á lífi úr rústunum en eftir því sem lengri tími líður minnka vonirnar. Talið er að allt að fimmtíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum.  

Í Beichuan héraðinu hafa björgunarsveitir eingöngu fundið látið fólk í húsarústum en mikið af foreldrum hefur safnast saman þar í von um að börn finnist á lífi, að því er fram kemur á fréttavef CNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert