Obama bað „ljúfuna“ afsökunar

Obama í verksmiðju Chrysler í Detroit.
Obama í verksmiðju Chrysler í Detroit. AP

Barack Obama, sem líklega verður forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, bað sjónvarpsfréttakonu afsökunar á að hafa kallað hana „ljúfuna.“

Fréttakonan, Peggy Agar, sem starfar á sjónvarpsstöðinni WXYZ í Michigan, kallaði spurningu til Obamas þegar hann skoðaði bílaverksmiðju í Detroit.

Hann sagði: „Bíddu aðeins ljúfan, við höldum fréttamannafund á eftir.“ Nokkru seinna hringdi hann í Agar og skildi eftir skilaboð á símsvaranum hjá henni þar sem hann baðst afsökunar og kvaðst ekki hafa meint orðið í niðrandi merkingu. Það væri „slæmur ávani“ hjá sér að nota þetta orð.

Agar sagðist í samtali við Detroit News hafa verið kölluð verri gælunöfnum. Verra væri að Obama hefði aldrei svarað spurningunni sem hún spurði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert