Kosið í Zimbabve 27 júní

Morgan Tsvangirai forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, í Pretoriu í Suður-Afríku …
Morgan Tsvangirai forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, í Pretoriu í Suður-Afríku um síðustu helgi. AP

Greint var frá því í ríkisútvarpinu í Zimbabve fyrir stundu að önnur umferð forsetakosninganna í landinu muni fara fram þann 27 júní en kosið verður á milli Robert Mugabe, forseta landsins til 28 ára, og Morgan Tsvangirai, frambjóðanda stjórnarandstöðunnar sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna.

Fyrr í vikunni  framlengdu yfirvöld í landinu þann frest sem gefinn er til að halda aðra umferð kosninganna úr 21 degi í 90 daga en fyrri umferð kosninganna fór fram 29 mars og voru úrslit þeirra ekki birt fyrr en um mánuði síðar. 

Stjórnarandstaðan hafði krafist þess að önnur umferð kosninganna færi fram þann 23 . maí og er ákvörðun yfirvalda um framlenginguna lá fyrir sagði Tendai Biti, formaður stjórnarandstöðuflokksins MDC hafa óábyrga. „Landið hefur ekki efni á níutíu dögum til viðbitar af ofbeldi, óstöðugleika og hnignandi efnahag,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka