Kosið í Zimbabve 27 júní

Morgan Tsvangirai forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, í Pretoriu í Suður-Afríku …
Morgan Tsvangirai forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, í Pretoriu í Suður-Afríku um síðustu helgi. AP

Greint var frá því í rík­is­út­varp­inu í Zimba­bve fyr­ir stundu að önn­ur um­ferð for­seta­kosn­ing­anna í land­inu muni fara fram þann 27 júní en kosið verður á milli Robert Muga­be, for­seta lands­ins til 28 ára, og Morg­an Tsvangirai, fram­bjóðanda stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem hlaut flest at­kvæði í fyrri um­ferð kosn­ing­anna.

Fyrr í vik­unni  fram­lengdu yf­ir­völd í land­inu þann frest sem gef­inn er til að halda aðra um­ferð kosn­ing­anna úr 21 degi í 90 daga en fyrri um­ferð kosn­ing­anna fór fram 29 mars og voru úr­slit þeirra ekki birt fyrr en um mánuði síðar. 

Stjórn­ar­andstaðan hafði kraf­ist þess að önn­ur um­ferð kosn­ing­anna færi fram þann 23 . maí og er ákvörðun yf­ir­valda um fram­leng­ing­una lá fyr­ir sagði Tendai Biti, formaður stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins MDC hafa óá­byrga. „Landið hef­ur ekki efni á níu­tíu dög­um til viðbit­ar af of­beldi, óstöðug­leika og hnign­andi efna­hag,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert