Nokkur farartæki hafa grafist í jörðu er öflugur eftirskjálfti varð í Lixian í Sichuan-héraði í Kína í morgun. Vegir og rafmagnslínur fóru í sundur í skjálftanum sem átti upptök sín á sama stað og jarðskjálftinn á mánudag. Skjálftinn þá mældist 7,9 á Richter og hafa 19.509 dauðsföll verið staðfest í kjölfar hans. Þó er óttast að tala látinna sé a.m.k. helmingi hærri.