Sádar auki olíuframleiðslu

George W. Bush Bandaríkjaforseti heldur áfram Miðausturlandaför sinni í dag, og liggur leiðin til Sádí-Arabíu þar sem reiknað er með að forsetinn reyni að fá yfirvöld til að auka olíuframleiðslu til að lækka heimsmarkaðsverðið.

Bush sætir nú auknum þrýstingi frá bandaríska þinginu. Demókratar reyna að stöðva vopnasölu, fyrir um 1,4 milljarða dala, til Sáda, fallist þeir ekki á að auka olíuframleiðslu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka