Svíi hélt konu sinni í kynlífsþrælkun

Svíi á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að halda 19 ára gamalli  þroskaskertri eiginkonu sinni í kynlífsþrælkun og selja hana öðrum karlmönnum. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á börnum, barnaklám, hótanir og misþyrmingar.

Að sögn lögreglu í Svíþjóð kynntist maðurinn konunni á netinu og giftist henni. Skömmu síðar hóf hann að bjóða konuna fram á netinu til kynlífsþjónustu og er talið að hann hafi selt allt að 100 karlmönnum slíka þjónustu í Stokkhólmi og Gautaborg. Lögreglan segir, að konan hafi verið algerlega háð manninum og raunar viljalaust verkfæri í höndum hans.

Upp komst um manninn eftir að barnaklám fannst í tölvu hans. Rannsókn málsins stóð í tvö ár en er nú lokið með ákæru. Mál mannsins verður tekið fyrir í héraðsdómi í Stokkhólmi í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka