Fann fyrir eftirskjálfta í miðri hvatningarræðu

Hu Jintao heilsar björgunarsveitarmönnum.
Hu Jintao heilsar björgunarsveitarmönnum. Reuters.

For­seti Kína Hu Jintao fann fyr­ir eft­ir­skjálfta í Wenchuan sýslu er hann hélt hvatn­ing­ar­ræðu til björg­un­ar­sveit­ar­manna í dag. 

Wenchuan sýsla er í Sichuan héraðinu ná­lægt skjálftamiðju jarðskjálft­ans sem skók Kína á mánu­dag­inn var. Jintao hvatti björg­un­ar­sveit­ar­menn að reyna eft­ir fremsta megni að ná til af­skekktra þorpa þar sem fólk er í hættu statt en hann bætti við að „þið verðið einnig að passa upp á ykk­ur sjálfa.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka