Fimm fundust á lífi í rústunum

Björgunarsveitarmenn bjarga Liu Deyun, 56 ára, í Deyang. Hann var …
Björgunarsveitarmenn bjarga Liu Deyun, 56 ára, í Deyang. Hann var grafinn undir rústunum í rúmlega 100 klukkustundir. Reuters.

Björgunarsveitarmenn í Kína hafa bjargað fimm manns úr rústunum í dag og sumir þeirra lágu grafnir undir þeim í 124 klukkustundir. Þetta ýtir undir þá von að fleiri kunni að finnast á lífi. 

Búið er að leita af miklum þrótti í rústunum víðs vegar og fundust fjórir einstaklingar í borginni Deyang á lífi. Fjórir menn fundust þar og var sá elsti 69 ára gamall. Ein kona fannst og er hún 31 árs gömul. Tveir af mönnunum höfðu verið grafnir undir rústunum í 124 klukkustundir. Jarðskjálftinn reið yfir sl. mánudag og enn er verið að leita á fullu að eftirlifendum.  

„Á meðan fólk bíður eftir því að vera bjargað er möguleikinn enn fyrir hendi,“ sagði Bob Tan, fjölmiðlafulltrúi. „Kraftaverk gerast og því gefum við ekki upp vonina.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert