Flúðu vegna ótta við flóð

Reuters.

Íbúar í Beichuan í Kína flúðu svæðið af ótta við flóð úr vatni. Mikill troðningur myndaðist þegar þúsundir manna reyndu að koma sér á öruggan stað.   

Öll borgin hefur verið rýmd og hætt hefur verið við allar björgunartilraunir. Beichuan er nálægt svæðinu sem verst varð úti vegna skjálftans þar sem talið er að um 50.000 manns hafi látið lífið. Staðfest tala látinna er orðin 28.881 og yfirvöld í Kína hafa sagt að yfir 5 milljónir manna séu heimilislausir.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert