Skipstjórinn fullur í brúnni og skipið strandaði

Rússneskt flutningaskip strandaði í nótt úti fyrir höfninni í  Rønne á Borgundarhólmi. Í ljós kom að skipstjórinn, sem átti stýrisvakt, var undir áhrifum áfengis og grunur leikur á að vélstjórinn hafi einnig verið ölvaður. Skipið hefur verið notað til að flytja kjarnorkuúrgang en í ljós kom að það var ólestað.

Í vaktstöð siglinga á Borgundarhólmi var reynt að ná sambandi við skipið, sem heitir MCL Trader, um klukkustund áður en það strandaði en án árangurs. Var þá sendur bátur í veg fyrir skipið en þegar að var komið var skipið þegar strandað.

Lögregla fór um borð og flutti skipstjórann á lögreglustöð þar sem hann var áfengismældur og skýrsla tekin af honum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert