Fyrrum forsetaframbjóðandi hjá Repúblikanaflokknum Mike Huckabee hélt ræðu hjá Samtökum skotvopnaeigenda í gær og varð fyrir truflun í ræðu sinni. Hann reyndi að slá á létta strengi og sagði hann að þetta hefði verið Barack Obama að hrasa úr stól sínum því einhver var að miða byssu sinni á hann.
Obama er sem stendur líklegastur til að hreppa tilnefningu Demókrataflokksins og sigri hann í forsetakosningunum verður hann fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir starfi forseta. Margir hafa haft áhyggjur af því að einhverjir munu ganga hart í að ráða Obama af dögum hljóti hann tilnefninguna, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.