Smekklaus brandari hjá Huckabee

Mike Huckabee.
Mike Huckabee. Reuters.

Fyrr­um for­setafram­bjóðandi hjá Re­públi­kana­flokkn­um Mike Hucka­bee hélt ræðu hjá Sam­tök­um skot­vopna­eig­enda í gær og varð fyr­ir trufl­un í ræðu sinni. Hann reyndi að slá á létta strengi og sagði hann að þetta hefði verið Barack Obama að hrasa úr stól sín­um því ein­hver var að miða byssu sinni á hann.

Obama er sem stend­ur lík­leg­ast­ur til að hreppa til­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins og sigri hann í for­seta­kosn­ing­un­um verður hann fyrsti blökkumaður­inn sem gegn­ir starfi for­seta. Marg­ir hafa haft áhyggj­ur af því að ein­hverj­ir munu ganga hart í að ráða Obama af dög­um hljóti hann til­nefn­ing­una, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert