Bakslag í aðlögun múslíma að dönsku samfélagi

Danskir stjórnmálamenn hafa varaði við því að sú mikla umræða sem á sér nú stað um höfuðslæður múslímakvenna í Danmörku geti leitt til þess að mikið bakslag verði varðandi aðlögun múslíma að dönsku samfélagi. Eyvind Vesselbo, menningarfélagsfræðingur og þingmaður Venstre, segir að umræðan sé við það að gera tíu ára starf  að engu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Vasselbro segir að enn einn ganginn hafi málefnaleg umræða um afmarkað atriði snúist upp í umræðu sem hafi snúist um það hvort stjórnmálamenn og flokkar væru með og á móti múslímum. Þá segir hann að rekja megi það til framgöngu stjórnmálamanna að sífellt fleiri danskar múslímakonur velji að ganga með höfuðslæður.

Segir hann það ekki síst vera framgöngu Birthe Rønn Hornbechs, ráðherra innflytjenda og aðlögunarmála, sem hafi gert þetta að verkum. „Þessi umræða er komin upp vegna framgöngu Rønns og Danka þjóðarflokksins sem hafa leitt til sterkra flokkadrátta. Það sem hefði eingöngu átt að snúast um höfuðslæður dómara hefur snúist upp í það að fólk taki afstöðu með eða á móti múslímum,” segir hann.

„Ég óttast að aðlögunarferlinu hafi farið aftur um tíu ár. Mörgum múslímum finnst að sér vegið og að danskt samfélag hafi telið afstöðu gegn þeim. Það er mjög miður að það skuli mega rekja þetta til stefnu yfirvalda sem eiga að gæta hagsmuna okkar allra. Þrýstingur kallar á mótþróa og með því að bera höfuðslæður finnst stúlkunum þær a.m.k. hafa sjálfsímynd."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert