Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur hvatt flokksystkini sín til að greiða atkvæði með umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar stoðfrumurannsóknir sem m.a. byggja á blöndun erfðaefna manna og dýra. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Brown hefur gefið þingmönnum Verkamannaflokksins frjálsar hendur í málinu en segist sjálfur telja það skyldu þeirra gagnvart komandi kynslóðum að styðja frumvarpið.
Brown segir í grein sem birt er eftir hann í blaðinu The Observer að frumvarpið, sem verður borið undir atkvæði a breska þinginu á morgun, að frumvarpið sé siðferðislega rétt þar sem það geti leitt til þess að hægt verði að bjarga milljónum mannslífa í framtíðinni. Þá eigi frumvarpið að tryggja að rétta umgjörð utan um slíkar rannsóknir og takmarkanir á misnotkun á þeim.Hann segist þó jafnframt bera mikla virðingu fyrir þeim sem séu mótfallnir frumvarpinu á trúarlegum forsendum. Fraser yngri sonur Brown þjáist af hrörnunarsjúkdómi sem talið er hugsanlegt að finna megi lækningu við með stofnfrumurannsóknum.