Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur hvatt flokksystkini sín til að greiða atkvæði með umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar stoðfrumurannsóknir sem m.a. byggja á blöndun erfðaefna manna og dýra. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Brown hefur gefið þingmönnum Verkamannaflokksins frjálsar hendur í málinu en segist sjálfur telja það skyldu þeirra gagnvart komandi kynslóðum að styðja frumvarpið.
The Observer