Danskur ráðherra rýfur umdeilda þögn sína

Birt­he Rønn Horn­bech, ráðherra inn­flytj­enda og aðlög­un­ar­mála í Dan­mörku, hef­ur loks rofið þögn sína og lýst því yfir að hún muni fylgja þeirri stefnu stjórn­ar­inn­ar að banna dómur­um að bera höfuðslæður mús­líma­kvenna við störf sín. Horn­bech hef­ur sætt harðri gagn­rýni fyr­ir að neita að svara spurn­ing­um um af­stöðu sína til máls­ins. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Þegar maður tek­ur þátt í stjórn­ar­sam­starfi þá stend­ur maður við þær ákv­arðanir sem tekn­ar eru inn­an þess. Þetta er eins og hjóna­band þar sem fólk get­ur ekki kosið hvort gegn öðru,” sagði hún í sjón­varps­viðtali sem sýnt var í danska rík­is­sjón­varp­inu DR í dag.

Hún staðfesti að hún væri mót­fall­in ákvörðun stjórn­ar­inn­ar en sagðist ætla að tala máli sínu inn­an stjórn­ar­inn­ar en ekki tjá sig frek­ar um það op­in­ber­lega. Grein henn­ar um málið sem birt­ist í blaðinu Politiken þykir hafa skapað mikla spennu í dönsk­um stjórn­mál­um að und­an­förnu og ýtt enn frek­ar und­ir flokka­drætti þeirra sem eru með og á móti því að mús­lím­ar í Dan­mörku aðgreini sig op­in­ber­lega frá öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert