Neyðarblysum skotið á áhorfendur

Stuðningsmenn fótboltaliðs Brøndby  þurftu að flýja íþróttavleikvang Brøndby Stadion er stuðningsmenn FC København köstuðu á milli fimmtíu og hundrað neyðarblysum yfir stúku þeirra og inn á fótboltavöll þar sem fram fór leikur Brøndby og FC København í dag. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Mikil spenna var á meðal áhorfenda við upphaf leiksins og þótti það gefa til kynna að eitthvað væri í undirbúningi að stór hópur áhangenda FC Københavns var klæddur í svart.

Þegar  leikmennirnir hlupu út á völlinn var fyrsta neyðarblysið tendrað og þegar reykurinn sem það orsakaði hvarf kom í ljós að svartklæddu áhorfendurnir höfðu sett grímur fyrir andlit sér. Síðan var kveikt á blysunum sem ýmist var skotið út á leikvöllinn eða í niður á svæði áhangenda Brøndby sem sátu undir áhangendum FC København.  

„Það er erfitt að sjá fyrir hvað brjálæðingar ætla sér. Hefðum við séð það fyrir að þeir myndi kasta neyðarblysum út á völlinn þá hefðum við komið þeim fyrir á öðrum stað, segir Emil Bakkendorf, yfirmaður öryggismála á Brøndby Stadion.

„Við munum fara yfir myndbandsupptökur og takist okkur að bera kennsl á einhverja verða þeir settir í lífstíðarbann,” segir Flemming Østergaard, stjórnarformaður Parken Sport & Entertainment, sem á FC København.

Hermann Haraldsson, formaður Brøndby IF, segir hugsanlegt að áhorfendur verði með öllu útilokaðir frá leikjum liðanna í kjölfar þessa en að einnig komi til greina að leita á öllum áhorfendum. Það sé þó seinlegt verk og illframkvæmanlegt. Með þessu áframhaldi styttist einnig í að félögin vilji fremur spila án áhorfenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert