Barack Obama, sem berst fyrir því að verða forsetaefni bandarískra demókrata í forsetakosningunum í nóvember, beindi spjótum sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta og John McCain, forsetaefni repúblíkana í kosningaræðu sem hann hélt í Gresham í Oregon í dag.
Hann minntist hins vegar ekki einu orði á keppinaut sinn Hillary Rodham Clinton og þykir með því hafa viljað gefa til kynna að baráttu þeirra sé í raun lokið. Obama gagnrýndi harkalega hugmyndir repúblíkana um að einkavæða bandaríska almannatryggingakerfið og sagði að slíkt myndi kosta sálarró eldri borgara.„Við skulum hafa þetta alveg á hreinu. Það var slæm hugmynd að einkavæða almannatryggingakerfið þegar George W. Bush lagði það til og það er það enn,” sagði hann.
„Í þeirri Washinton George Bush og John McCain ráða eru þau skilaboð hins vegar send til meðaltekjufólks að það standi algerlega á eigin fótum.” Þá lagði hann til að skatta verði hækkaðir á þeim tekjumeiri til að styrkja almannatryggingakerfið.„Það kemur ekki á óvart miðað við reynsluleysi Barack Obama að hann skuli bregðast við þeim vanda sem steðjar að almannatryggingakerfinu með því að vilja hækka skatta og gerasíðan flokksárás á röngum forsendum,” sagði talsmaður McCain um ummælin.Kosið verður á milli Obama og Clinton í tveimur ríkjum á þriðjudag en samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Obama meira fylgis meðal demókrata í í Oregon en Clinton í Kentucky.
Í Oregon mun sigurvegarinn tryggja sér stuðning 52 kjörmanna en í Kentucky hlýtur sigurvegarinn stuðning 51 kjörmanna.Starfsmenn framboðs Obama segja hann nú einungis þurfa á stuðningi 17 kjörmanna til viðbótar til að tryggja sér meirihluta almennra kjörmanna en ofurkjörmenn eru ekki taldir með í þeim útreikningum. Fái hann þá verður hann búinn að tryggja sé stuðning 1.627 kjörmanna en til að verða útnefndur frambjóðandi þarf hann á stuðningi 2.025 kjörmanna, að ofurkjörmönnum meðtöldum, að halda.Samkvæmt talningu RealClearPolitics.com hefur Obama nú tryggt sér stuðning 1.897 almennra og ofurkjörmanna en Clinton hefur tryggt sér stuðning 1.717. kjörmanna