Yfirvöld í Kína hafa áveðið að fresta hlaupi með Ólympíueldinn í þá þrjá daga sem þjóðarsorg stendur yfir í landinu vegna jarðskjálftans mikla á mánudag. Þriggja daga þjóðarsorg vegna hamfaranna hefst á morgun þegar vika verður frá því jarðskjálftinn reið yfir. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Staðfest hefur verið að 32.477 hafi látið lífið í hamförunum og 220.109 eru slasaðir. 10.600 Sorgartímabilið mun hefjast á morgun klukkan 14:28 að staðartíma þegar nákvæmlega vika verður frá því skjálftinn reið yfir.
Björgunarmenn vinna enn að því að losa lík fólks úr húsarústum en talið er að tugir þúsunda liggi enn grafnir undir rústunum. Eru margir björgunarmanna sagðir mjög þrekaðir og sárir á höndum eftir að hafa grafið í húsarústum dag eftir dag.
64 hefur verið bjargað lifandi úr húsarústum á þeirri viku sem liðin er frá skjálftanum. Síðast var 53 ára manni bjargað úr rústum í bænum Yingxiu í Wenchuan sýslu nálægt upptökum skjálftans 148 klukkustundum eftir að hús hans hrundi yfir hann.