Ólympíuhlaupinu frestað

Yf­ir­völd í Kína hafa áveðið að fresta hlaupi með Ólymp­íu­eld­inn í þá þrjá daga sem þjóðarsorg stend­ur yfir í land­inu vegna  jarðskjálft­ans mikla á mánu­dag. Þriggja daga þjóðarsorg vegna ham­far­anna hefst á morg­un þegar vika verður frá því jarðskjálft­inn reið yfir. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

 Staðfest hef­ur verið að  32.477 hafi látið lífið í ham­förun­um og 220.109 eru slasaðir. 10.600 Sorg­ar­tíma­bilið mun hefjast á morg­un klukk­an 14:28 að staðar­tíma þegar ná­kvæm­lega vika verður frá því skjálft­inn reið yfir.

Björg­un­ar­menn vinna enn að því að losa lík fólks úr hús­a­rúst­um en talið er að tug­ir þúsunda liggi enn grafn­ir und­ir rúst­un­um. Eru marg­ir björg­un­ar­manna sagðir mjög þrekaðir og sár­ir á hönd­um eft­ir að hafa grafið í hús­a­rúst­um dag eft­ir dag.

64 hef­ur verið bjargað lif­andi úr hús­a­rúst­um á þeirri viku sem liðin er frá skjálft­an­um. Síðast var 53 ára manni bjargað úr rúst­um í bæn­um Yingx­iu í Wenchuan sýslu ná­lægt upp­tök­um skjálft­ans 148 klukku­stund­um eft­ir að hús hans hrundi yfir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert