Þúsundir gætu soltið í hel

30.000 börn voru vannærð áður en fellibylurinn Nargis gekk yfir.
30.000 börn voru vannærð áður en fellibylurinn Nargis gekk yfir. AP

Þúsundir barna á hamfarasvæðinu í Búrma þar sem fellibylurinn Nargis gekk yfir landið 2. maí munu svelta í hel innan fáeina vikna náist ekki að færa þeim matarbirgðir fljótt, segja bresk hjálparsamtök.  

Samtökin segja að um 30.000 börn undir fimm ára aldri á svæðinu hafi verið vannærð áður en fellibylurinn reið yfir. Orkuríkur matur verði að komast til þeirra „áður en það verði um seinan." 

Malloch Brown, breskur ráðherra, er staddur í Rangoon og hefur hann þrýst á herforingjastjórnina að leyfa erlendri hjálp að berast til fólksins og hjólin virðast vera farin að snúast í þeim efnum. Hann segir að um fjórðungur folks fái þá hjálp sem það þar á að halda. Hjálparstarfsmenn vilja að meira sé gert til að mæta þörfum fórnarlambanna og þeir segja að herforingjastjórnin líti öðruvísi augum á ástandið.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert