34 þúsund látnir í Kína

AP

Tala látinna hækkar enn í Kína en samkvæmt opinberum tölum létust 34.073 í skjálftanum sem reið yfir fyrir viku síðan. Að sögn talsmanns kínverskra stjórnvalda eru taldar líkur á að yfir 50 þúsund manns hafi látist í skjálftanum. En talan gæti hækkað enn frekar því samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Sichuan eru yfir 71 þúsund enn grafnir í húsarústum eða saknað í héraðinu. Yfir 220 þúsund eru slasaðir. 

Síðustu þrjá daga hafa yfir 200 hjálparstarfsmenn grafist undir aurskriðum í Sichuan héraði en miklar rigningar hafa hamlað hjálparstarfi. Unnið er að því að opna vegi á ný sem eyðilögðust í skjálftanum svo auðveldara verði að koma neyðaraðstoð til þeirra sem misstu heimili sín. Eins hafa eftirskjálftar undanfarna daga ýtt undir neyð íbúa sem margir hverjir þora ekki að fara inn á heimili sín af ótta við hrun bygginga sem ekki hrundu í stóra skjálftanum á mánudag fyrir viku.

Í dag hófst þriggja daga þjóðarsorg í Kína vegna jarðskjálftans, sem mældist 7,9 stig á Richter.

Talið er að fjárhagslegt tjón kínverskra fyrirtækja vegna skjálftans nemi 67 milljörðum júana, um 905 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi með aðstoðar-iðnaðarráðherra Kína, Xi Guohua, í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert