Bandaríkjamenn sakaðir um að rjúfa lofthelgi Venesúela

Yf­ir­völd í Venesúela saka Banda­ríkja­menn um að hafa rofið loft­helgi lands­ins. Gusta­vo Rang­el, varn­ar­málaráðherra, seg­ir að banda­rísk herflug­vél hefði flogið í leyf­is­leysi yfir eyj­unni Orchila sl. laug­ar­dag.

Rang­el sagði að sendi­herra Banda­ríkj­anna yrði kraf­inn svara mjög fljót­lega.  Hugo Chavez, for­seti Venesúela, hef­ur í gegn­um tíðina ásakað banda­rísku rík­is­stjórn­ina um að ýta und­ir óstöðug­leika í land­inu.  

Að sögn varn­ar­málaráðherr­ans flaug banda­ríska flug­vél­in yfir gerv­alla eyj­una og yfir inn í loft­helgi annarr­ar eyju áður en snúið var við. „Við skipuðum flug­mann­in­um að gera grein fyr­ir sér,“ sagði hann. Að hans mati er þetta enn eitt dæmi um ögr­un af hálfu Banda­ríkja­manna. 

Robin Holzhau­er, talsmaður sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Venesúela, sagði að verið væri að ganga úr skugga um hvort flug­vél hefði rofið loft­helgi lands­ins, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert