Obama snýr sér að baráttunni um forsetastólinn

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama er farinn að snúa sér að baráttunni um forsetastólinn og virðist vera hættur að velta fyrir sér forkosningunum. Í gær ávítti hann John McCain, væntanlegan forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, fyrir að hafa fulltrúa þrýstihópa sem aðalráðgjafa.

Obama er enn ekki búinn að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins. Keppinautur hans, Hillary Clinton, hefur hvatt stuðningsmenn sína að mæta á kjörstaði í Kentucky þar sem næstu forkosningar munu fara fram nk. þriðjudag.Obama hélt sinn stærsta fjöldafund til þessa í Portland í Oregon í gær þar sem hann hélt ræðu fyrir 75.000 manns.

Einnig verður kosið í Oregon á þriðjudaginn. Þar sagði Obama að McCain ætti í stöðugum vandræðum með ráðgjafa sína þar sem þeir væru fulltrúar margra öflugra þrýstihópa sem eiga mikil viðskipti í Washington.

Einnig hrósaði hann Clinton fyrir að veita sér harða samkeppni en hann talaði ávallt um hana í þátíð, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Barack Obama
Barack Obama AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert