Taugar þandar til hins ýtrasta

Mikið umferðaröngþveiti myndaðist í Chengdu er fólk reyndi að komast …
Mikið umferðaröngþveiti myndaðist í Chengdu er fólk reyndi að komast úr bænum. Reuters.

Þúsundir manna flúðu út á götur borgarinnar Chengdu í suðvesturhluta Kína í dag eftir að fréttir birtust í sjónvarpsstöðum um að spáð væri að stór jarðskjálfti myndi ríða yfir svæðið.

Ringulreiðin sem myndaðist þykir sýna að taugar íbúa eru þandar til hins ýtrasta. Mikið umferðaröngþveiti myndaðist á götunum þegar fólk ók  frá borginni. Fólk fór með sængurfatnað  út á götu um leið og það heyrði að skjálfti að stærð 8 á Richter myndi hugsanlega ríða í nótt í Sichuan héraði með tilheyrandi eftirskjálftum.  

Xinhua fréttastofan greindi frá eftirskjálfta að stærð 5 á Richter í Pingwu héraði í dag sem er í 150 kílómetra fjarlægð frá upptökum stóra skjálftans, sem reið yfir fyrir rúmri viku. Mikið brak heyrðist í byggingum þar og mikill ótti greip um sig. 

Þegar hafa 34 þúsund manns fundist látin eftir stóra skjálftann sl. mánudag og vitað er að 245 þúsund slösuðust. Talið er að tala látinna  muni hækka umtalsvert þar sem 30.000 manns er enn saknað, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert