Alþjóðabankinn mun ekki veita Búrma fjárhagsaðstoð eða lán vegna útistandandi skulda, að sögn Juan Jose Daboub, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans. Daboub segir að bankinn sé í samstarfi með ríkjum í Suð-Austurasíu, við að veita Búrma tæknilegan stuðning í mati á tjóni og ráðleggingar varðandi uppbyggingu í landinu.
Daboub segir hins vegar að bankinn sé ekki í aðstöðu til þess að veita Búrma fjárhagsaðstoð vegna þess að herforingjastjórn landsins hefur verið í vanskilum við bankann frá því 1998.