Bandarísk herflugvél rauf lofthelgi Venesúela

Bandarísk eftirlitsflugvél fór inn í lofthelgi Venesúela á laugardag, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Segir ráðuneytið, að vegna bilunar í siglingakerfi hafi flugvélin farið of nálægt tveimur eyjum undan strönd landsins.

Önnur þessara eyja er La Orchila, þar sem er herstöð og einnig sumarhús forsetaembættis Venesúela.

Venesúelastjórn sakaði Bandaríkin í gær um að hafa vísvitandi rofið lofthelgi landsins með flugi herflugvéla og væri þetta enn eitt dæmið um yfirgang Bandaríkjamanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert