Forkosningar hjá bandaríska Demókrataflokknum fara fram í Oregon og Kentucky í dag. Ólíklegt verður að teljast að Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni, nái að minnka bilið að ráði á milli sín og keppinautar hennar, öldungadeildarþingmannsins Barack Obama.
Talið er líklegt að Obama muni sigra í Oregon en Clinton í Kentucky. Obama hefur tryggt sér stuðning fleiri kjörinna fulltrúa og einnig er hann með stuðning fleiri ókjörinna fulltrúa og halda margir fram að keppninni sé lokið. Clinton heldur því enn fram að keppnin sé langt frá því að vera búin.