Kaloríur á matseðlana

Manhattan New York
Manhattan New York Reuters

Borgaryfirvöld í New York og skyndibitakeðjur eins og McDonald's, Starbucks og TGI Fridays stríða nú um hvort greina eigi frá kaloríufjölda á matseðlum. Skyndibitastaðirnir, sem ekki vilja gefa upp hversu margar kaloríur eru í matnum, hafa áfrýjað málinu.

Stjórnmálamenn benda á að 2004 hafi 22 prósent New York-búa verið of þung og var það 70 prósenta aukning á einum áratug. Stóru skyndibitakeðjurnar í Bandaríkjunum selja 64 prósent allra tilbúinna máltíða þar í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert