Forsetakosningar í Líbanon á sunnudag

Emírinn af Qatar, Sheik Hamed Al Thani, óskar forsætisráðherra Líbanon, …
Emírinn af Qatar, Sheik Hamed Al Thani, óskar forsætisráðherra Líbanon, Fouad Siniora, og forseta þingsins, Nabih Berri, til hamingju með samninginn. AP

Líbanska þingið mun að öllum líkindum koma saman á sunnudag og kjósa nýjan forseta landsins, að sögn háttsetts embættismanns stjórnarandstöðunnar.  Samningur um að binda endir á pólitískar deilur í Líbanon náðist í Qatar í dag á milli ríkistjórnarinnar, sem nýtur stuðnings vestrænna landa, og stjórnarandstöðunnar, sem er leidd af Hisbollah samtökunum.

Samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar verður Michel Sleiman, hershöfðingi, að öllum líkindum kjörinn leiðtogi ríkisins, eftir sex mánaða tímabil án forseta.  Samningurinn náðist eftir sex daga viðræður, með aðstoð arabískra málamiðlara í Qatar, við Persaflóa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert