Mega senda ættingjum farsíma

George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag um þá breytingu á stefnu stjórnar sinnar gagnvart Kúbu að bandarískum borgurum verði heimilt að senda ættingjum sínum á Kúbu farsíma, eftir að slakað var á hömlum á farsímaeign þar.

Tekið var skýrt fram, að ekki væri um að ræða tilslökun á viðskiptabanni sem Bandaríkjastjórn setti á Kúbu fyrir áratugum.

Raúl Kastró, sem tók nýlega við forsetaembættinu á Kúbu af Fídel bróður sínum, hefur heimilað landsmönnum að eignast farsíma, og sagði Bush í Hvíta húsinu í dag að af þessu tilefni ætli Bandaríkjamenn að breyta reglum sínum og heimila bandarískum borgurum að senda ættingjum sínum á Kúbu farsíma.

Sagði Bush, að ef Raúl væri alvara með svonefndum umbótum myndi hann sjá til þess að símar sem sendir væru frá Bandaríkjunum kæmust í hendur réttra viðtakenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert