Rússneskir kafbátar, skip og flugvélar á Atlantshafi

Flotaforingi í rússneska hernum greindi frá því í morgun að Rússar hyggist senda skip og kafbáta til reglulegra eftirlitsferða um Atlandshaf, Indlandshaf, Kyrrahafið og Miðjarðarhafið á þessu ári. Þetta kemur fram á vef rússnesku fréttaveitunnar Novosti.

„Á þessu ári munu skip, kafbátar og flugvélar fara í eftirlitsferðir. Við munum heimsækja Atlantshafið, Indlanshaf, Kyrrahafið og Miðjarðarhafið, ” sagði flotaforinginn Nikolai Maksimov. „Eins og stendur eru einungis kafbátarnir fullmannaðir atvinnuhermönnum en  einungis 45% skipverja á herskipunum eru atvinnuhermenn. Við munum bæta úr þessu á árinu 2009."

Anatoly Serdyukov, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá því á síðasta ári að rússnesk yfirvöld hefðu ákveðið að auka mjög viðveru rússneska flotans á alþjóðlegum hafsvæðum víða um heim.

Flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, herskipin Admiral Levchenko og Admiral Chabanenko, voru ásamt minni skipum við æfingar og eftirlit á Atlantshafi og Miðjarðarhafi frá því í desember á síðasta ári fram í febrúar á þessu ári.

Þá var Moskva, flaggskip rússneska flotans á Svartahafi, við eftirlit á Miðjarðarhafi í janúar og á Atlantshafi í febrúar. Fjörutíu herflugvélar, af ýmsum stærðum og gerðum, tóku einnig þátt í aðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert