Úbreiðsla lýðræðis besta ráðið gegn hryðjuverkum

David Miliband, utanríkisráðherra Breta.
David Miliband, utanríkisráðherra Breta. Reuters

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að besta leiðin til að grafa undan starfsemi hryðjuverkahópa í Pakistan og Afganistan væri að stuðla að útbreiðslu lýðræðis í landinu. Kom þetta fram í máli Milibands er hann hitti starfssystur sína, Condoleezzu Rice, að máli í Washington.

Miliband sagði ennfremur að ekki væri hægt með hernaðaraðgerðum einum að uppræta hryðjuverkastarfsemi í Pakistan og Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert