Umhverfisráðherra Ástralíu, Peter Garret, er mjög vonsvikinn yfir ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að heimila veiðar á 40 hrefnum á þessu ári. Ástralir hafa einnig gagnrýnt Japani harðlega fyrir hvalveiðar.
Garret segir að íslensk stjórnvöld hafi notast við smugur í samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins, og segir að þeim þurfi að breyta. Hann segir að Ástralir muni leggja áherslu á skýrari samþykktir sem varða vísindalegar hvalveiðar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn verður í júní.