Bandarískur alríkislögreglumaður greindi bandarískum þingmönnum frá því í dag að hryðjuverkadeild bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) sé illa skipulögð, undirmönnuð og því illa í stakk búin að vernda Bandríkin gegn hugsanlegum hryðjuverkaárásum.
Bassem Youssef, sem er hátt settur innan greiningardeildar FBI, er fæddur í Egyptalandi en hefur starfað hjá alríkislögreglunni síðan 1988. Hann segir að það vanti starfsfólk, eða um 40% svo deildin geti talist fullmönnuð.
Hann segir um þrálátt vandamál sé að ræða. Af þeim sökum neyðist alríkislögreglan að ráða fólk til starfa sem skorti reynslu, þá sérstaklega hvað varðar hugsanlegar ógnir frá Mið-Austurlöndum. Vankunnátta í tungumálum og vanþekking á menningarheimi íbúanna er á meðal þess sem Youssef kvartar undan.
Hann segir hryðjuverkadeildina eigi í mestu vandræðum með að halda í starfsfólk. Hann segir reynsluleysið leiða til þess að nýir starfsmenn taki jafnvel minnstu ógn mjög alvarlega. Þeir greini ekki kjarnann frá hisminu líkt og reynsluríkir starfsmenn gera. Þetta gerist í hverri viku og leiði til óþarfa vinnuálags á starfsmennina.