Þúsundir útlendinga flýja Suður-Afríku

Erlendir farandverkamenn í búðum sem komið haefur verið upp fyrir …
Erlendir farandverkamenn í búðum sem komið haefur verið upp fyrir þá í Primrose í Jóhannesarborg. AP

Þúsundir útlendinga hafa flúið Suður-Afríku í kjölfar ofbeldisöldu sem beinist gegn útlendingum þar í landi. Boðið hefur verið upp á sérstakar rútuferðir fyrir fólk á flótta til Mozambiqueog hafa níu þúsund manns snýtt sér þær. Þá hafa fjölmargir Zimbabvebúar snúið heim á undanförnum dögum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Að minnsta kosti 42 hafa látið lífið í árásunum og 15.000 manns hafa leitað hælis í sérstökum miðstöðvum sem komið hefur verið upp fyrir óttaslegna útlendinga í landinu.

Lögregla í Jóhannesarborg, þar sem ástandið hefur verið verst, segir þó að mjög hafi nú dregið úr spennunni. Hins vegar hefur verið tilkynnt um árásir á útlendinga í Norð-Vestur héraði landsins en þaðan hafa ekki borist slíkar fréttir fyrr. Einnig var kveikt í tveimur rútum í Mpumalanga héraði í nótt og einn maður skotinn.   

Til stendur að hermenn verði sendir út á götur stærstu borga landsins haldi ofbeldisaldan áfram en það verður þá í fyrsta seinn sem hermenn eru sendir út á götur landsins frá lokum aðskilnaðarstefnunnar. 

Þrjár milljónir farandverkamanna frá Zimbabve eru í Suður-Afríku og segja fréttaskýrendur arð rekja megi óánægju heimamanna til þess að útlendingarnir séu betur menntaðir en innfæddir og fái því betri störf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert