Yfir 80.000 látin eða er saknað

Kínverskir hermenn sjást hér sótthreinsa húsarústir í Hanwang í Sichuan …
Kínverskir hermenn sjást hér sótthreinsa húsarústir í Hanwang í Sichuan héraðinu. Reuters

Kínversk stjórnvöld greindu frá því í dag að yfir 80.000 manns séu látin eða er saknað í kjölfar jarðskjálftans öfluga sem reið yfir landið fyrr í mánuðinum. Óttast er að sjúkdómar, rigningatímabilið og eftirskjálftar muni auka enn á þjáningar íbúanna á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti.

Yfirvöld greindu frá því fyrr í dag að þau búist við því að tala látinna muni fara yfir 50.000.

Jarðskjálftinn sem átti upptök sín í suðvesturhluta landsins mældist 7,9 á Richter. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir eru nú í gangi. Um fimm milljónir manna hafa misst heimili sín og beinast aðgerðirnar m.a. að því að koma fólkinu til aðstoðar.

 Kínversk stjórnvöld hafa kallað eftir frekari aðstoð frá alþjóðasamfélaginu. Þörf sé á þremur milljónum tjalda. Þau segja að aðeins um 400.000 tjöld séu nú komin á hamfararsvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert