Bandaríkjamenn draga úr akstri

Gulir leigubílar á götum New York borgar.
Gulir leigubílar á götum New York borgar. Reuters

Það þykir vera tím­anna tákn að Banda­ríkja­menn séu farn­ir að draga úr akstri, en þar hef­ur eldsneytis­verð hækkað gríðarlega sem og víðast hvar ann­arsstaðar í heim­in­um. Banda­ríkja­menn óku minna í mars á þessu ári sam­an­borið við síðasta ár, eða sem nem­ur 4,3%.  Þetta hef­ur ekki gerst í tæp 30 ár.

Það var á tím­um ol­íukrepp­unn­ar á átt­unda ára­tugn­um sem Banda­ríkja­menn drógu síðast úr akstri á milli ára. Í töl­un­um eru mæld­ar míl­ur sem ekn­ar eru á þjóðveg­um lands­ins, því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

Sam­kvæmt töl­um frá banda­ríska sam­gönguráðuneyt­inu minnkaði akst­ur­inn sem nem­ur 11 millj­örðum mílna á milli mars 2008 og mars 2007. Þetta er í fyrsta sinn frá ár­inu 1979 sem akst­ur á þjóðveg­um lands­ins minnk­ar á milli ára.

Aldrei hafa töl­ur yfir akst­ur lækkað jafn mikið á milli ára frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 1942. Þá er sama um hvaða mánuð árs er að ræða.

Nú kost­ar gallon af bens­íni í Banda­ríkj­un­um 3,79 dali. Það hef­ur hækkað um 57 sent á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert