Glæpamenn sendir úr landi í Danmörku

Annar af tveimur Írökum, sem sendir voru nauðugir frá Danmörku til Íraks á miðvikudag, var handtekinn við komuna til Íraks, samkvæmt upplýsingum danskrar eiginkonu hans. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Mennirnir tveir eru í hópi ellefu Íraka, sem synjað hefur verið um dvalarleyfi í Danmörku þar sem þeir hafa framið alvarlega glæpi þar en miklar deilur hafa staðið um mál mannanna í Danmörku.Mun maðurinn hafa verið handtekinn þar sem hann gat ekki framvísað gildum persónuskilríkjum. Dönsk yfirvöld segjast ekki hafa upplýsingar um málið enda geti þau einungis gert kröfu um að fá upplýsingar frá íröskum yfirvöldum um mál danskra ríkisborgara.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert