Mannráni og barsmíðum á blaðamanni mótmælt

Blaðamenn mótmæltu árás á samstarfsmann sinn í Columbo á Sri …
Blaðamenn mótmæltu árás á samstarfsmann sinn í Columbo á Sri Lanka í dag. Reuters

Hópur blaðamanna á Sri Lanka efndi til mótmæla í höfuðborginni Columbo í dag, eftir að samstarfsmaður þeirra var numinn á brott og barinn til óbóta.  Að sögn réttindahópsins Free Media Movement var Keith Noyahr, fulltrúi ritstjóra á enska blaðinu The Nation, numinn á brott í gær og skilinn eftir illa farinn af barsmíðum fyrir utan heimili sitt í morgun.

Að sögn samtakanna var árásin gegn Keith framin í kjölfar þess að hann gagnrýndi stríð ríkisstjórnar Sri Lanka gegn Tamíl Tígrum.  Hann hefur einnig þótt gagnrýninn á stjórnarherinn.  Mótmælendur gengu um götur Columbo með mynd af honum eftir árásina límda á veggspjöld.   

Lögregla segist hafa sett saman teymi til þess að rannsaka árásina.  Talsmaður stjórnarhersins neitaði því að öryggissveitir bæru ábyrgð á árásinni, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert